Sími: 868-5555
Hafðu samband | Stjórnun ehf. - Ráðgjöf og bókhald
Kurt Lewin Þíða, færa, frysta

Við hæfi er í upphafi umræðu um breytingastjórnun að fjalla í nokkrum orðum um kenningu sporgöngumannsins Kurt Lewin (1954) um þriggja skrefa breytingaferli sem haft hefur afar mikil áhrif allt til dagsins í dag. Þegar æskilegt er talið að gera breytingar er fyrsta skrefið samkvæmt kenningunni að affrysta eða þíða (e. unfreeze) ríkjandi ástand. Mjög erfitt er að þíða hegðun eða venjur og sérstaklega erfitt ef hegðunin eða venjurnar hafa lengi verið ráðandi og hafa styrkst vegna samþykkis eða fyrri velgengni. Þíðing er auðveldari til dæmis á tímum neyðarástands sem getur skaðað ríkjandi kerfi trúar, gilda og hegðunar. Ef ríkjandi kerfi hafa verið rifin niður felst næsta skref í því sem kallað er færsla (e. moving). Sannfæra þarf einstaklinginn eða hópinn um það að færast frá núverandi stöðu trúar, gilda og hegðunar yfir til að því er virðist betri eða girnilegri valmöguleika. Að lokum, ef færslan hefur gengið vel, þarf að frysta (e. freeze) nýju stöðuna til að festa hana í sessi. Vegna sporgöngu Lewin´s í breytingastjórnun er gott að hafa kenningu hans í huga þegar aðrar kenningar eru metnar.