Sími: 868-5555
Hafðu samband | Stjórnun ehf. - Ráðgjöf og bókhald
Aðferðir stefnumótunar

Þegar ráðgjafi er fenginn til aðstoðar fyrirtæki í erfiðleikum eða til að gera gott fyrirtæki enn betra þarf í upphafi að beita aðferðum stefnumótunar. Í upphafi þarf ráðgjafinn að gera sér grein fyrir stöðu mála, bæði í ytra og innra umhverfi fyrirtækisins. Þessa stöðu fyrirtækisins þarf svo að tengja saman við markmiðasetningu, þ.e. hvert á að stefna miðað við núverandi stöðu fyrirtækisins. Þegar staðan er ljós ásamt markmiðum er komið að því að finna út hvaða leiðir eru færar að markmiðunum og velja á milla mögulegra leiða. Mjög misjafnt er eftir fyrirtækjum á hvaða grunni þau byggja stefnumótun sína.

Algengt er að stjórnendur ákveði hvaða vöru eða þjónustu þeir hyggjast bjóða án raunverulegrar tengingar við þá getu sem innan fyrirtækisins er. Þannig er í raun markaðurinn látinn ráða því hvaða vara eða þjónusta er framleidd. Hins vegar er mjög vaxandi að stjórnendur byggi frekar á þeirri kjarnafærni sem innan fyrirtækisins er og láti hana stýra framleiðslunni frekar en markaðinn.

Rekstrargreining, sem fyrr er nefnd, er grundvallaratriði í fyrirtækjarekstri í síbreytilegu rekstrarumhverfi nútímans. Mjög misjafnt er hvernig staðið er að slíkri rekstrargreiningu. Við einfalda rekstrargreiningu eru hins vegar nánast undantekningalaust sjáanlegar tiltölulega auðveldar leiðir til úrbóta í rekstri. Við rekstrargreiningu og stöðumat í henni er mjög mikilvægt að bókhaldsmál og önnur upplýsingakerfi innan fyrirtækisins séu vel skipulögð sem og upplýsingakerfi milli fyrirtækisins og ytra umhverfis þess.