Sími: 868-5555
Hafðu samband | Stjórnun ehf. - Ráðgjöf og bókhald
Situational approach Ýmsar nálganir stjórnunaraðferða

Eins og nafn nálgunarinnar gefur til kynna einbeitir hún sér að aðstæðum leiðtoga. Grunnur kenningarinnar er að mismunandi aðstæður kalli eftir mismunandi forystu. Frá þessum sjónarhóli séð þarf einstaklingur að laga stíl sinn að kröfum mismunandi aðstæðna til að vera árangursríkur leiðtogi. Til að ákvarða hvers er þörf við ákveðnar aðstæður þarf leiðtogi að meta hversu samkeppnisfært og helgað starfsfólk hans er til að framkvæma ákveðið verk. Leiðtogar sem ná árangri eru þeir sem með slíku mati geta komið auga á hvers starfsmenn þarfnast og aðlagað eigin stíl þessum þörfum. Ólíkt trait approach og contingency approach sem fjalla um fasta stíla fyrir leiðtoga krefst situational nálgunin þess að leiðtogar búi yfir miklum sveigjanleika.

Kraftur kenningar um aðstæðnaleiðtoga er best skilinn með hlutun hennar í leiðtogagerðir og þróun stigs undirmanna. Leiðtogagerðir skírskota til hegðunarmynstra einstaklings sem reynir að hafa áhrif á aðra og fela í sér aðgerðahegðun (e. task) og stuðningshegðun (e. relation). Ein gerð leiðtogahegðunar kallast leiðbeinandi hegðun og skýrir hvað gera eigi, hvernig það skuli gert og hver beri ábyrgð á að það verði gert. Nálgunin fjallar um nokkrar aðrar gerðir leiðtogahegðunar sem ekki verða teknar til umræðu hér. Annar meginþáttur kenningar um aðstæðnaleiðtoga snýst um þróunarstig undirmanna. Þróunarstig tekur á stigi samkeppnishæfni og helgunar sem nauðsynleg er til að framkvæma ákveðið verk eða aðgerð. Þannig eru starfsmenn á háu þróunarstigi ef þeir eru áhugasamir og öruggir í starfi sínu og vita hvernig vinna eigi tiltekið verk. Nálgunin er smíðuð um þá hugmynd að starfsmenn færist áfram og afturábak á nokkurs konar þróunarási sem skilgreinir raunverulega samkeppnishæfni og helgun starfsmanna. Til að leiðtogar nái árangri er þeim nauðsynlegt að greina hvar undirmenn eru staddir á þróunarásinum og aðlaga leiðtogastíl sinn svo hann passi þróunarstigi undirmanna.

Helsti styrkleiki nálgunarinnar er að hún hefur staðist prófanir á markaðnum. Fyrirtæki skynja hana sem trúverðugt líkan til þjálfunar einstaklinga til að verða góðir leiðtogar. Auðvelt að skilja hugmyndina og skynsamlegt og auðvelt að nota við ýmsar aðstæður. Forskriftargildið er mikið. Segir til um hvað gera eigi og hvað ekki við mismunandi aðstæður. Tekur á sveigjanleika leiðtogans því leiðtogar þurfa að koma auga á þarfir undirmanna sinna, jafnvel í miðju ferli aðgerða.

Gagnrýnivert er að eingöngu fáeinar rannsóknir styðja fullyrðingar kenningarinnar. Ekki er komið fram með neinar skýringar um hvernig samkeppnishæfni og helgun vigta innbyrðis í mismunandi þróunarstigum. Gagnrýnt hefur verið hvernig líkanið lagar saman leiðtogastíl og þróunarstig undirmanna, sem er forskrift líkansins.