Sími: 868-5555
Hafðu samband | Stjórnun ehf. - Ráðgjöf og bókhald
Umsagnir Viðskiptavina Subtitle
  • Stjórnun ehf hefur séð um bókhald, launaútreikninga, skattauppgjör, virðisaukaskattskil, frágang opinberra gjalda, endurskoðun reikninga og milliuppgjör fyrir Smiðshöggið ehf í 1 ár. Samstarfið hefur gengið mjög vel og sparar okkur fé og fyrirhöfn, við þurfum aðeins að senda til þeirra fylgiskjöl, vinnuseðla og raða okkar pappírum í möppur, þeir sjá svo um afganginn og skila okkur svo niðurstöðum. Einnig er auðvelt að ná sambandi ef einhverjar upplýsingar eða ráðgjöf vantar, þá fær maður beint samband við sérfræðing á sínu sviði sem leysir málið fljótt og vel.

    Ámundínus Örn Öfjörð
    Smiðshöggið ehf.
  • Tölvun hefur síðustu mánuði notið góðs af þjónustu Stjórnunar ehf. Þekking og reynsla Jóhanns Péturs hefur verið okkur dýrmæt í rekstrar- og fjárhagsgreiningu þeirri sem Stjórnun var ráðin til.

    Í kjölfarið fór fram endurskipulagning á fjármálum fyrirtækisins þar sem að margir góðir punktar skiluðu sér í samvinnunni við Stjórnun. Samstarfið við Stjórnun hefur opnað stjórnendum Tölvunar nýjar dyr í rekstri fyrirtækisins þar sem að leiðir stjórnunarfræðanna hafa verið kynntar og notaðar. Má því segja að samvinnan hafi skilað win-win-win stöðu þar sem ekki einungis þessi tvö fyrirtæki hafa notið góðs heldur einnig viðskiptavinir Tölvunar.

    Davíð Guðmundsson
    framkvæmdastjóri Tölvunar ehf.
  • SAM-félagið ehf. rekur í dag 5 kvikmyndahús. Þau eru SAM-bíó Álfabakka, SAM-bíó Kringlunni, SAM-bíó Keflavík, SAM-bíó Akureyri og Háskólabíó. Auk þess er SAM-félagið með öflugar deildir á sviðum sölumyndbanda og leigumyndbanda. SAM-félagið er í dag öflugasta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi og erum við eigendur og stjórnendur afar stoltir af árangri fyrirtækisins til þessa.

    Hins vegar má lengi gott bæta. Með þetta í huga höfðum við í maí 2003 samband við Stjórnun ehf. og óskuðum eftir samstarfi. Síðan þá hefur Jóhann Pétur frá Stjórnun ehf. unnið með stjórnendum SAM-félagsins út frá svokallaðri “rekstrargreiningu”.

    Á þessum mánuðum höfum við í samstarfi farið ofan í sauma rekstrarins og náð að bæta rekstrarforsendur SAM-félagsing verulega mikið á mörgum sviðum. “Rekstrargreiningunni” hefur Jóhann Pétur stýrt og hefur henni verið beitt í öllum deildum félagsins. Við erum afar ánægðir með samstarfið og þann mikla árangur sem náðst hefur. Ekki einasta hefur sú vinna sem unnin hefur verið á vegum Stjórnunar ehf. skilað okkur nú þegar umtalsverðum hagsbótum heldur mun þessi vinna fyrirsjáanlega efla okkur mikið til framtíðar.

    Björn Árnason
    framkvæmdastjóri SAM-félagsins ehf.
  • Stjórnun ehf. hefur nú um nokkurt skeið séð um launamál, bókhald og rekstrarráðgjöf fyrir Pálmatré ehf. Við hjá Pálmatré erum mjög ánægð með þá þjónustu sem við höfum fengið hjá Stjórnun ehf. Mikil menntun og reynsla starfsmanna Stjórnunar ehf. af byggingariðnaðinum hefur komið okkur að góðum notum.

    Í dag erum við í sameiningu að vinna að svokallaðri “rekstrargreiningu” þar sem allir verkferlar innan Pálmatrés eru krufnir og endurbættir með þarfir okkar í huga. Jóhann Pétur frá Stjórnun hefur leitt þessa vinnu og er hann einnig í dag að vinna með okkur að stefnumótun og markmiðasetningu til lengri tíma. Við lítum björtum augum til framtíðarinnar í samvinnu við Stjórnun ehf.

    Pálmi Pálsson
    framkvæmdastjóri Pálmatrés ehf.