Sími: 868-5555
Hafðu samband | Stjórnun ehf. - Ráðgjöf og bókhald
Stjórnunarvandi

Víða er pottur brotinn í rekstri og stjórnun fyrirtækja. Margar hugmyndir hafa skotið upp kollinum til lausnar rekstrarerfiðleikum í heimi viðskipta sem einkennist af örum breytingum og háu flækjustigi. Sammerkt er mörgum þessum leiðum að vinsældir þeirra dreifast eins og eldur í sinu út um allan heim. Markaðssetning leiða eins og gæðastjórnunar, mannauðsstjórnunar, breytingastjórnunar o.fl. hefur oft og tíðum beinst að því að í hverju einstöku tilfelli sé um eina allsherjarlausn að ræða.

Í rekstri fyrirtækja er hins vegar í afar fáum tilfellum um að ræða aðstæður þar sem lausnin er svo einföld. Ef um vandamál er að ræða í rekstri fyrirtækis er yfirleitt happadrýgst að beita saman fjölda aðgreindra leiða er saman geta komið fyrirtæki upp úr öldudal erfiðleika eða í öðrum tilfellum gert góð fyrirtæki enn betri. Mjög misjafnt er hversu háð fyrirtæki eru ytra umhverfi sínu, hversu háð þau eru mannauði sínum, hversu háð þau eru tæknibúnaði o.s.frv. Þannig þarf í hverju einstöku tilfelli að beita sértækum aðferðum sem mjög mismunandi eru eftir aðstæðum og þarf að blanda saman hinum ýmsu aðferðum sem að framan eru nefndar ásamt fleirum í misjöfnum hlutföllum. Þessa leið vil ég nefna “rekstrargreiningu”.