Sími: 868-5555
Hafðu samband | Stjórnun ehf. - Ráðgjöf og bókhald
Rekstrargreining breytingastjórnun

Vegna þeirra öru breytinga sem ríkjandi eru um nánast alla heimsbyggðina er mjög mikilvægt fyrir leiðtoga framtíðarinnar að kynnast að minnsta kosti grunnþáttum breytingastjórnunar. Í grundvallaratriðum felst breytingastjórnun í myndun sívirks kerfis er vinnur að stjórnun breytinga. Fyrirtæki sem hafa á árangursríkan máta innleitt slíkt kerfi óttast ekki breytingar heldur fagna þau þeim og líta á þær sem uppsprettur tækifæra.

Rekstrargreining sem nefnd var fyrr í grein þessari er mjög mikilvæg í allri stjórnun fyrirtækja. Stefnumótun byggir í grunni á þremur meginþáttum sem eru; stöðugreining, markmiðasetning og val leiða að settum markmiðum. Rekstrargreining er aðferð til stöðumats í upphafi stefnumótunarferlisins. Þar er litið bæði til innra og ytra umhverfis fyrirtækis eða stofnunar. Meginútgangspunktur rekstrargreiningar er að beita sameiginlega mörgum ólíkum aðferðum stjórnunarfræðanna til að efla og styrkja markaðsstöðu tiltekinnar rekstrareiningar. Hluti rekstrargreiningar er svokölluð SVÓT greining sem byggir á mati styrkleika, veikleika, ógnana og tækifæra í umhverfinu. Greina þarf stöðu mannauðsmála m.t.t. uppsafnaðrar þekkingar, kjarnafærni, útdeilingar ábyrgðar o.s.frv. Greina þarf stöðu viðkomandi rekstrareiningar m.t.t. samkeppnisaðila. Greina þarf hvort rekstrareiningin vinnur út frá þeirri grundvallarreglu að metta tiltekna eftirspurn á markaði eða hvort hún byggir á kjarnafærni sinni og hvernig kjarnafærnina megi sem best nýta. Greina þarf hvort fyrirtæki er í raun að starfa á því sviði þar sem mannauður hennar nýtist best. Þannig er mikilvægt að líta bæði á skóginn og einstök tré innan hans í rekstrarfræðilegu tilliti. Sífellt þurfa stjórnendur að spyrja sjálfa sig hvort þeir eru að gera rétta hluti og hvort þeir eru að gera rétta hluti á réttan máta.

Framangreint er aðeins sýnishorn af því um hvað rekstrargreining snýst. Í stuttu máli má segja að hún snúist um að greina fyrirtækið út frá sem allra víðustu sjónarhorni með áherslu á marga rekstraráðvarðandi þætti. Því fleiri sjónarhorn sem stjórnandi hefur á fyrirtæki sitt og því fleiri stjórnunaraðferðir sem hann hefur til hliðsjónar, því meiri líkur eru á að aðgerðir hans beri árangur og auki líkurnar á að settum markmiðum verði náð.